Thursday, July 31, 2014

Lokasýning Myndlistarhátíðar 002 Gallerís

Áttunda og síðasta sýning Myndlistarhátíðar 002 Gallerís opnði kl. 14, laugardaginn 31. maí. Þessi sýning er harla óvenjuleg fyrir þær skakir að sex ólíkir listarmenn fengu það verkefni að gera myndlistarverk inn í sex skápa í galleríinu/íbúðinni, en flestir þessarra skápa hafa misst hlutverk sitt í íbúðinni.

„Við stofnun 002 Gallaríis breyttust allar mínar hugmyndir um hvað íbúð er“, segir Birgir Sigurðsson, myndlistarmaður og rafvirki, sem hefur starfrækt þetta óvenjulega gallerí um þriggja ára skeið í kjallaraíbúð sinni í blokk í Hafnarfirði. „Er mögulegt að breyta 63 fermetra íbúð í sýningarrými og til baka aftur með reglubundnu millibili, án þess að allt fari í hund og kött? Stundum hafa orðið árekstrar milli þessarra ólíku hlutverka íbúðarinnar að Þúfubarði 17. Baðvaskur varð að víkja og skápar teknir niður til að fá meira veggpláss til að þjóna myndlistinni. Myndlistarvek hafa verið máluð beint á  veggi íbúðarinnar og stundum er eins og heimilið hafi týnst í öllum hamaganginum.“

Á lokasýningu Myndlistarhátíðar 002 Gallerís fá skáparnir, sem teknir voru niður, nýtt hlutverk. 002 Gallerí bauð 6 myndlistarmönnum að gera verk inn í skápana og búa þar með til enn einn skemmtilegan vettvang til listsköpunar. Listamennirnir sem taka þátt í þessari tilraun eru Ingvar Högni Ragnarsson, Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, Ólöf Helga Helgadóttir, Hlynur Helgason, Marta Valgeirsdóttir og Helga Þórisdóttir. Verður mjög spennandi að sjá hvernig útkoman verður og hvernig þessir ólíku listamenn nálgast verkefnið.

004

024

045

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér

þúfu[njálsgata]barð

Sjöunda sýningin á Myndlistarhátíð 002 Gallerís opnaði klukkan 14, laugardaginn 24. maí og að þessu sinni var þar á ferð Hildigunnur Birgisdóttir, myndlistarkona, en sýninguna nefnir hún  „þúfu[njálsgata]barð “. Á sýningu sinni í Þúfubarði 17 setur Hildigunnur fram skynjunar-æfingu fyrir skynsemina sem ertir tilvistarstöðvar vitundarinnar, en slíkar æfingar þroska litróf skynjunar okkar. Titill sýningarinnar vísar til þess að forláta gólfteppi úr íbúð á Njálsgötu fær nýtt hlutverk í galleríinu við Þúfubarð. Í verkum sínum beinir Hildigunnur sjónum sínum að tímanum og sönnunargögnum um hann. Áhersla hennar á fundna hluti, afganga, leifar, vegsummerki, hluti sem misst hafa tilgang sinn eða eru jafnvel afleiða af tilgangi annara hluta, vekur tilvistalegar vangaveltur.

Hildigunnur útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2003 og hefur síðan sýnt hér heima og erlendis. Hún hefur verið virk á ýmsum sviðum listarinnar m.a. stýrt menningarstofnunum, sýningum og útgáfu bókverka. Hún hefur þó síðustu ár einbeitt sér að eigin listsköpun.

 

005 (2)

012 (3)

019

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér

Draumurinn um regluna

Fimmta sýningin á Myndlistarhátíð 002 Gallerís opnði klukkan 14, laugardaginn 10. maí og að þessu sinni sýndi Kristinn Már Pálmason, fyrrum sýningarstjóri Anima gallerís og annar af stofnendum þess.

„Þegar ég fékk boð um að sýna í 002 Galleríi þá tóku hugmyndir strax að flæða inn í hugann,“segir Kristinn. „Síðan hef ég komið í íbúðina nokkrum sinnum og hugmyndunum fjölgaði stöðugt. Ég skyssa þær jafn óðum niður á blað en næsta skref er að raða þeim inn í rýmið, lið fyrir lið, eftir tilfinningunni sem ég vil ná inn í rýminu, ... eldhúsið vill fá þessa hugmynd ... þessi hugmynd fer á loftið í stofunni...og svo framvegis. Í þessu ferli gerði ég mér grein fyrir þörfinni fyrir að finna hugmyndunum farveg í einhverskonar vinnuplani. Þetta er draumur minn um að koma reglu á hugmyndirnar.“ 

Kristinn Már Pálmason (1967) stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands 1990 - 94 og The Slade School of Fine Art, University College, London 1996 - 98. Kristinn Már á að baki fjölda einkasýninga auk þátttöku í samsýningum og samvinnuverkefnum hér heima og erlendis. Kristinn Már hefur komið að ýmiskonar menningarstarfsemi og er til að mynda annar stofnenda og sýningastjóri Anima gallerís í Reykjavík (2006 - 08) og einn af 10 stofnendum Kling & Bang gallerís.

008

075

079

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér

Þór Sigurþórsson

Sjötta sýningin á Myndlistarhátíð 002 Gallerís opnaði klukkan 14, laugardaginn 17. maí og að þessu sinni sýndi Þór Sigurþórsson myndlistarmaður. Þór  sýndi alveg nýjar ljósmyndir sem hann hefur verðið að vinna að eftir að hann fékk boð um að sýna á Myndlistarhátíð 002 Gallerís.

Þór  lauk námi við Listaháskóla Íslands 2002 og fór til Bandaríkjanna í framhaldsnáms og lauk mastersnámi 2008 frá School of Visual Arts í New York. Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum bæði hér heima og erlendis. Síðasta sýning Þórs á Íslandi var þáttaka í samsýninguni „Ég hef aldrei séð fígúratíft rafmagn“ í Ásmundarsafni, Reykjavik, á þessu ári.

005

006

036

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér

Mæðgur í myndlist

 

Þórunnar Hjartardóttur og Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur opnuðu sýninguna Mæðgur í myndlist laugardaginn 3 maí.í 002 Galleríi.

OO2 Gallerí býður mæðgurnar Þórunni og Streinunni velkomnar til samstarfs í þessum fjórða viðburði fyrstu myndlistarhátíðar gallerísins sem stendur frá 28. mars til 1. júní. Það verður mjög gaman að sjá hvernig þær vinna þessa sýningu því þetta er þeirra fyrsta sýning saman. Báðar hafa lokið myndlistarnámi hér heima, en með tuttugu og fjögurra ára millibili. Þær fást við mjög ólíka miðla í myndlist.Einnig hefur Steinunn að undaförnu vakið athygli sem eins manns hljómsveitin dj. flugvél og geimskip.

Þórunn (1965) hefur í myndlist sinni undanfarin ár flutt geómetríuna út fyrir blindrammann og yfirfært hana beint inn eða út í viðkomandi rými með bókbandslímbandi. „Ég dreg fram það sem ég sé í arkitektúrnum, sem liggur kannski ekki í augum uppi; eða breyti því sem er, í eitthvað annað sem mér finnst fallegra eða skemmtilegra. Kannski sérðu það, kannski ekki, kannski ertu ekki viss,“ segir Þórunn. Hún hefur áður sýnt málverk, ljósmyndir og innsetningar, auk þess sem hún fæst við sjónlýsingar, hljóðbókalestur og þýðingar.

„Ég bý til listaverk og tónlist vegna þess að ég fyllist af orku og gleði þegar ég bý til eitthvað nýtt,“ segir Steinunn (1987). „ Ómögulegir hlutir verða að veruleika í myndlist. Þar eru engar hindranir – engin lögmál. Það er sífellt verið að mála nýjar myndir, smíða skúlptúra sem enginn hefur séð fyrr og semja tónlist

007

058

027

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér

Sally og Mo á góðu róli

 

Sally og Mo á góðu róli í 002 Gallerí að Þúfubarði 17 í Hafnarfirði. Var Þriðja sýning á Myndlistarhátíð 002 Galleríis. Hátíðin stóð frá 28. mars til 1. júní 2014. Að þessu sinni sýna listakonurnar Elín Anna Þórisdóttir og Þóra Gunnarsdóttir betur þektar sem Sally og Mo.  Sally og Mo leitast við að standa ekki í stað heldur að reyna að komast áfram með einhverju móti. Farartækið er Fiat Uno og á honum fara þær á rúntinn en kanna jafnframt hans innstu króka og kima og velta fyrir sér virkni hans og innviðum. Ferðin er ekki leiðiferð. Ferðin er skemmtiferð. Sally og Mo bjóða áhorfandanum með í ferðina á hvaða hraða sem er, snigilsins eða þotunnar og alls þar á milli. Ferðalag hugans í Fiat Uno.

Tjáningarþörf og tilviljanir eru kveikjuþráðurinn að gjörningum Sallýar og Mo. Þar sem þær eru hugarástand eða hugarburður þá er sjálfsskoðun og gagnrýni ekki að þvælast fyrir þeim við sköpunina heldur á sér stað óheftur spuni. Afrakstur þessara gjörninga verða síðan verk þeirra, vídeó, ljósmyndir, innsetningar eða skúlptúrar.

001

025

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér

Líf sæbjúgnanna

 

Myndlistasýningin „Líf sæbjúgnanna“ var opnuð  laugardaginn 5.apríl, í 002 Gallerí, Þúfubarði 17 í Hafnarfirði. Sýningin er samstarfsverkefni tveggja „myndlistarpara“, en þau eru annars vegar Lilý Erla Adamsdóttir og Trausti Dagsson og hins vegar Elín Anna Þórisdóttir og Páll Ívan frá Eiðum. Sýning þeirra er annar myndlistarviðburður af átta á fyrstu Myndlistarhátíð 002 Gallerís,

Í lífi sæbjúgnanna hafa myndlistarpörin fundið sameiginlegan snetiflöt í myndsköpun sinni: „Líf sæbjúgans er einmannalegt. Ferðum þess er að miklu leyti stjórnað af hafstraumum, tengsl einstaklinga virðast tilviljunarkennd og sum þeirra hafa einungis eitt líkamsop er þau nota jafnt til að matast og hafa hægðir. Einmanalegt virðist líf þeirra sem hafa ólögulegan líkama sem helst minnir á getnaðarlim, bjúga eða gúrku en frá þessum tveim síðari fyrirbrigðum kemur nafn sæbjúgans einmitt á íslensku og á ensku. Það skýtur þó skökku við að líkja því við gúrku, ávöxt sem styr stendur um hvort teljast skuli ávöxtur eða grænmeti. Vissulega vex hann á plöntum, inniheldur fræ og þroskast út frá blómi en sætleikann vantar. Hann er grænn, er hafður í salöt ásamt öðru grænmeti. Slíkar eru ekki áhyggjur sæbjúgans þrátt fyrir eymdarlegan líkama og gildishlaðinn munn eða endaþarm, eftir því hvora hlið líkamsops þess við beinum sjónum okkar að. Sæbjúgað hirðir ekki um skilgreiningar framandi aldinna því slíkt er líkt og við mennirnir værum þjakaðir af áhyggjum yfir deiliskipulagi fjarlægrar borgar í öðru stjörnukerfi eða fatavali guðanna. Áhyggjur sæbjúgans liggja nefnilega ekki þeim megin hafflatarins sem það eyðir einmanalegri ævi sinni.“

 

082

032

046

Hægt er að sjá fleiri myndir Hér